fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Íslendingar í aðalhlutverkum er FCK tryggði sér titilinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 22. maí 2022 18:18

Ísak Bergmann Jóhannesson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FCK er danskur meistari eftir sigur 3-0 á AaB í lokaumferðinni í dag.

Íslendingar voru í aðalhlutverki í dag en Hákon Arnar Haraldsson kom FCK yfir á áttundu mínútu. Þá skoraði Ísak Bergmann Jóhannesson þriðja mark liðsins. Orri Steinn Óskarsson kom einnig við sögu með FCK í leiknum. Þetta var hans fyrsti leikur fyrir aðalliðið. Guðmundur Þórarinsson var ekki með AaB í dag.

Stefán Teitur Þórðarson var þá í byrjunarliði Silkeborg í 2-1 tapi gegn Bröndby. Þrátt fyrir tapið er Silkeborg búið að tryggja sér Evrópusæti. Það verður að teljast afar góður árangur hjá nýliðunum.

Midtjylland vann þá 3-2 sigur á Randers og hafnar í öðru sæti. Elías Rafn Ólafsson er á mála hjá Midtjylland en hann er meiddur.

Í dönsku B-deildinni lék Ísak Óli Ólafsson allan leikinn með Esbjerg í 1-2 sigri gegn Hobro. Esbjerg er þegar fallið niður í C-deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hættir í starfinu til að aðlaga líf sitt að stráknum sínum sem er með alvarlega einhverfu

Hættir í starfinu til að aðlaga líf sitt að stráknum sínum sem er með alvarlega einhverfu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leita til lögfræðings eftir ógeðfelldar lygar á netinu með hjálp gervigreindar – Sonur þeirra átti að vera látinn og ung dóttir þeirra með krabbamein

Leita til lögfræðings eftir ógeðfelldar lygar á netinu með hjálp gervigreindar – Sonur þeirra átti að vera látinn og ung dóttir þeirra með krabbamein
433Sport
Í gær

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“
433Sport
Í gær

Engar líkur á að Slot fái sparkið

Engar líkur á að Slot fái sparkið