Sverrir Ingi Ingason og Willum Þór Willumsson léku báðir bikarúrslitaleiki með sínum liðum, PAOK í Grikklandi og BATE í Hvíta-Rússlandi, í dag.
PAOK mætti Panathinaikos en tapaði 1-0. Aitor Cantalapiedra gerði eina mark leiksins. Sverrir Ingi lék allan leikinn með PAOK.
BATE mætti Gomel og tapaði 1-2. Jakov Filipovic kom BATE yfir. Gomel jafnaði þegar Maksim Bordachev gerði sjálfsmark og Sergey Matveychik skoraði sigurmarkið.