FH heimsótti Fjarðabyggð/Hött/Leikni í Lengjudeild kvenna í dag.
Heimakonur leiddu í leikhléi með einu marki. Það gerði Linli Tu um miðjan fyrri hálfleik.
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir jafnaði fyrir FH strax í upphafi seinni hálfleiks.
Maggý Lárentsínusdóttir gerði svo sigurmark gestanna eftir klukkutíma leik. Lokatölur 1-2.
FH er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. F/H/L hefur leikið jafnmarga leiki en er í þriðja sæti með sex stig.