fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Sögur á kreiki um að drengurinn ungi velji Bandaríkin frekar en Ísland

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. maí 2022 14:05

Mynd/FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Brynjar Ingason sérfræðingur Dr. Football segir frá því að William Cole Campbell sé að íhuga það að fara að spila fyrir landslið Bandaríkjanna frekar en Ísland.

William gaf ekki kost á sér í síðasta verkefni U17 ára landslið Íslands en hann var að ganga frá samningi við Borussia Dortmund.

Campbell er 16 ára gamall og á íslenska móður og bandarískan föður. Bayern Munchen hafði einnig áhuga á Campbell sem lék sinn fyrsta leik fyrir FH á síðustu leiktíð og hefur verið eftirsóttur af félögum víðsvegar um Evrópu.

Hann ákvað í vikunni að yfirgefa FH og leika fyrir Breiðablik næstu vikurnar áður en hann gengur í raðir Dortmund. Vöktu þau félagaskipti hans mikil athygli.

„Það sem maður heyrir er að hann sé að íhuga að taka slaginn með Bandaríkjunum,“ sagði Albert Brynjar Ingason sérfræðingur Dr. Football en William hefur spilað 7 leiki fyrir U17 ára lið Íslands.

Campbell er sóknarþenkjandi miðjumaður og á fimm leiki að baki fyrir U17 ára landslið Íslands og hefur skorað í þeim tvö mörk. Hann mun spila fyrir unglinga- og varalið Dortmund á næstu leiktíð.

Campbell hefur áður greint frá því að hann vilji feta í fótspor móður sinnar, Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur, og spila fyrir íslenska A-landsliðið í framtíðinni en Rakel lék á sínum tíma fyrir íslenska kvennalandsliðið og skoraði sjö mörk í tíu leikjum.

„Það er bull að taka ákvörðun um það núna, hann veit ekkert á hvaða stað hann verður eftir fjögur ár,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur þáttarins.

Albert Brynjar tók þá til máls. „Hann vill spila með 2006 landsliðinu hjá Bandaríkjunum. Þetta yrði skellur fyrir okkur ef hausinn hans væri kominn þangað,“ segir Albert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Í gær

Elías Már til Kína

Elías Már til Kína
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum