fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Rauð spjöld og dramatísk jöfnunarmörk í leikjum kvöldsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 20. maí 2022 21:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld.

Selfoss heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ. Mörkin létu á sér standa allt þar til rúmur stundarfjórðungur var eftir. Þá kom Ingi Rafn Óskarsson gestunum yfir. Það stefndi í góðan útisigur Selfyssinga en á 88. mínútu leiksins jafnaði Ýmir Halldórsson leikinn fyrir Aftureldingu. Lokatölur 1-1.

Selfyssingar eru í öðru sæti með sjö stig. Afturelding er í því tíunda með tvö.

Kórdrengir tóku þá á móti KV. Þórir Rafn Þórisson kom heimamönnum yfir eftir tæpan stundarfjórðung. Skömmu síðar fékk KV vítaspyrnu. Ingólfur Sigurðsson fór á punktinn en honum brást bogalistin. Þórir Rafn innsiglaði svo 2-0 sigur Kórdrengja snemma í seinni hálfleik.

Kórdrengir eru með fjögur stig í sjötta sæti deildarinnar. KV er án stiga í ellefta sæti. Liðið hefur fengið erfiða leiki í byrjun. Það hefur einnig leikið gegn Fylki og HK.

Það var svo dramatík þegar Þór tók á móti Grindavík. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson kom Grindvíkingum yfir á 27. mínútu. Staðan var 0-1 fyrir gestina allt þar til seint í uppbótartíma en þá jafnaði Jewook Woo fyrir Þórsara. Lokatölur 1-1. Undir blálokin fékk Thiago í liði gestanna að líta rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu. Þá fékk þjálfari Grindavíkur, Alfreð Elías Jóhannsson, einnig rautt spjald.

Grindavík er með fimm stig í fimmta sæti. Þór er með fjögur stig í sjöunda sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með