Marvin Ekpiteta fyrirliði Blackpool ákvað að eyða gömlum hómófóbískum færslum sínum af Twitter eftir að liðsfélagi hans Jake Daniels kom út úr skápnum.
Daniels opnaði sig um kynhneigð sína í viðtali við Sky Sports í vikunni og hefur fengið mikið lof fyrir það. Í mörg ár hefur verið rætt um það að fáir eða engir samkynhneigðir atvinnumenn í knattspyrnu komi fram. Ekpiteta hafði árið 2013 hrósaði Nígeríu fyrir að banna hjónabönd samkynhneigðra.
Þetta sama ár sagði hann að það væri ógeðslegt og heimskulegt að hafa fimm samkynhneigða karaktera í þáttunum Hollyoaks.
Ekpiteta ákvað að eyða þessum færslum eftir að Daniels kom út úr skápnum. Ekpiteta sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist harma ummælin, þau gæfu ekki rétta mynd af því hvaða mann hann hefði að geyma í dag.
Daniel er á sama máli og skrifar. „Það sem þú skrifaðir fyrir tíu árum þegar þú varst 17 ára gamall segir ekkert til um hvaða maður þú ert í dag,“ segir Ekpiteta.
„Ég er stoltur af því að vera liðsfélagi þinn og að vera hluti af Blackpool fjölskyldunni. Við erum öll að færa fótboltann áfram.“