Real Madrid hefur bókað hótel í París fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer um aðra helgi.
Nóttin kostar rúmar 400 þúsund krónur á manninn og er með golfvöll í bakgarðinum, eitthvað sem ætti að gleðja Gareth Bale.
Real Madrid hefur tekið frá allt Auberge du Jeu de Paume hótelið sem staðsett er rétt fyrir utan borgina.
Þar er allt til alls en Real Madrid mætir Liverpool í úrslitaleik á Stade de Frane þann 28 maí.