fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Lengjudeild karla: Fylkir vann Fjölni – Grótta hafði betur gegn HK

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 19. maí 2022 21:28

©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir voru spilaðir í þriðju umferð Lengjudeild karla í kvöld. Fylkir vann Fjölni 5-2 í Árbæ og Grótta vann 2-0 sigur á HK.

Benedikt Daríus Garðarsson kom Fylkismönnum yfir á 14. mínútu en Hákon Ingi Jónsson jafnaði fyrir Fjölni á 38. mínútu.

Staðan var ekki lengi jöfn þar sem  Nikulás Val Gunnarsson kom Fylkismönnum aftur yfir með marki úr vítaspyrnu á 41. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Hallur Húni Þorsteinsson þriðja mark Fylkis, staðan 3-1 í leikhléi.

Fylkir komst í 4-1 í upphafi síðari hálfleiks eftir mark Ásgeirs Eyþórssonar og Ómar Björn Stefánsson bætti við fimmta markinu fimm mínútum fyrir leikslok áður en Hákon Ingi Jónsson skoraði sárabótarmark fyri Fjölni, lokatölur 5-2. Fjölnismaðurinn Hans Viktor Guðmundsson var rekinn af velli undir lok leiks.

Þetta var fyrsta tap Fjölnis á leiktíðinni eftir tvo sigra. Fylkir er með sjö stig eftir þrjá leiki.

Grótta vann eins og áður segir 2-0 sigur gegn HK á Seltjarnarnesi. Sigurbergur Áki Jörundsson skoraði fyrra mark heimamanna á 72. mínútu og Kjartan Kári Halldórsson innsiglaði sigurinn tveimur mínútum fyrir leikslok.

Grótta er með sex stig eftir tvo leiki en HK sem missti þjálfara sinn, Brynjar Björn Gunnarsson til Örgryte í Svíþjóð er með þrjú stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford
433Sport
Í gær

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Í gær

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er