fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Enski boltinn: Stuðningsmenn hlupu inn á völlinn er Everton tryggði sæti sitt í deildinni

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 19. maí 2022 20:45

Stuðningsmenn Everton fögnuðu ógurlega (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton vann í kvöld dramatískan endurkomusigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni og tryggði sér þar með sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Leikið var á Goodison Park.

Gestirnir leiddu 2-0 í hálfleik eftir mörk frá Jean-Philippe Mateta og Jordan Aywe. Aywe fékk að líta gula spjaldið skömmu áður en hann skoraði síðara mörk Palace manna en Everton vildu fá rautt á Gana manninn.

Michael Keane minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Richarlison jafnaði metin á 75. mínútu.

Það var mikill hraði í leiknum og sótt á báða bága en Dominic Calvert-Lewin tryggði Everton sigurinn með skalla úr aukaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Stuðningsmenn Everton hlupu inn á völlinn í kjölfarið og þurfti að reka þá aftur í stúku til að halda leik áfram.

Everton 3 – 2 Crystal Palace
0-1 Jean-Philippe Mateta (’21)
0-2 Jordan Aywe (’36)
1-2 Michael Keane (’54)
2-2 Richarlison (’75)
3-2 Dominic Calvert-Lewin (’85)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hilmar McShane ráðinn til Vals

Hilmar McShane ráðinn til Vals
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina