Nottingham Forest mætir Huddersfield í úrslitaleik um að komast upp í ensku úrvalsdeildina eftir sigur á Sheffield United í undanúrslitum umspilsins í ensku B-deildinni í kvöld.
Forest vann fyrri leikinn í Sheffield 1-2 og leiddi því fyrir leik kvöldsins.
Brennan Johnson kom Forest yfir á 19. mínútu á heimavelli í kvöld.
Snemma í seinni hálfleik jafnaði Morgan Gibbs-White fyrir Sheffield United og John Fleck kom þeim síðan yfir þegar stundarfjórðungur var eftir.
Lokatölur í kvöld urðu 1-2 og staðan því 3-3 samanlagt eftir tvo leiki. Því var farið í framlengingu. Þar skoraði hvorugt liðið. Það þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar hafði Forest betur, 3-2, og fer því í úrslitaleikinn á Wembley þann 29. maí.