fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Mörgum var brugðið þegar tönnin hékk úr munni hans í gær

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle tók á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikið var á St. James’ Park. Stuðningsmenn Newcastle létu vel í sér heyra er heimamenn hófu leikinn af miklum krafti og gestirnir eilítið heppnir að vera ekki undir í hálfleik.

Callum Wilson kom aftur í byrjunarlið heimamanna í kvöld og setti pressu á Ben White sem stýrði boltanum í eigið net á 55. mínútu. Newcastle hélt áfram að pressa og uppskar annað mark fimm mínútum fyrir leikslok þegar Bruno Guimarães skoraði eftir að Aaron Ramsdale hafði varið skot Wilson og lokatölur 2-0 sigur Newcastle.

Fjórða sætið er nú í höndum Tottenham en Arsenal er með 66 stig, tveimur stigum á eftir Spurs þegar ein umferð er eftir. Arsenal tekur á móti Everton í lokaleik sínum á meðan Tottenham sækir botnlið Norwich heim. Newcastle getur enn endað í efri hluta deildarinnar en liðið situr í 12. sæti með 46 stig og sækir Burnley heim í lokaumferðinni.

Callum Wilson fékk þungt högg í leiknum en framtönn hans hékk úr munni hans. Wilson harkaði af sér og setti pappír yfir tönnina og hélt áfram. Líklegt er að Wilson þurfi að heimsækja tannlækni í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tvær af betri leikmönnum Vals síðustu ár framlengja

Tvær af betri leikmönnum Vals síðustu ár framlengja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eiður Smári blandar sér í heita umræðu á Englandi – „Það má líka gefa þeim mikið hrós“

Eiður Smári blandar sér í heita umræðu á Englandi – „Það má líka gefa þeim mikið hrós“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sú besta framlengir við Blika

Sú besta framlengir við Blika
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrjú stórlið á Englandi fylgjast með – Verður til sölu ef hann skrifar ekki undir nýjan samning

Þrjú stórlið á Englandi fylgjast með – Verður til sölu ef hann skrifar ekki undir nýjan samning
433Sport
Í gær

Kókaín Coote rekinn úr starfi

Kókaín Coote rekinn úr starfi
433Sport
Í gær

Sonur stórstjörnurnar birti myndband af heimili þeirra – Vekur gríðarlega athygli

Sonur stórstjörnurnar birti myndband af heimili þeirra – Vekur gríðarlega athygli