fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Samkynhneigður leikmaður á Englandi kemur út úr skápnum

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 16. maí 2022 20:35

Jake Daniels í leik með unglingaliði Blackpool (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jake Daniels, leikmaður Blackpool í ensku b-deildinni í fótbolta, kom út úr skápnum í viðtali á Sky Sports í dag. Daniels er 17 ára gamall og þykir mikið efni.

Hann er aðeins annar leikmaðurinn í knattspyrnu karla sem er opinberlega samkynhneigður í dag. Hinn er Joshua Cavallo, leikmaður Adelaide United í Ástralíu.

„Ég vona að með því að koma út úr skápnum geti ég verið fyrirmynd fyrir aðra að stíga fram. Ég er aðeins 17 ára gamall en ég er viss um að ég vil gera þetta og ef ég get hjálpað öðrum að gera það sama þá er það frábært,“ sagði Daniels.

„Ég hélt í langan tíma að ég þyrfti að fela sannleikann af því að ég vildi vera, og er í dag, atvinnumaður í fótbolta. Ég spurði sjálfan mig að því hvort ég ætti að bíða þangað til ég legði skóna á hilluna með að koma út úr skápnum. Það er enginn annar leikmaður hér á landi opinberlega samkynhneigður.“

„Ég vissi hins vegar að ég þyrfti þá að ljúga í langan tíma og gæti ekki verið ég sjálfur og lifað lífinu á mínum forsendum,“ bætti Daniels við sem hefur skorað 30 mörk á leiktíðinni og kom inn á í sínum fyrsta leik með aðalliðinu gegn Peterborough á þessu ári.

Daniels hefur notið mikils stuðnings innan knattspyrnuheimsins en félög í ensku úrvalsdeildinni settu færslur á samfélagsmiðla sína honum til stuðnings í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar