Enska götublaðið Guardian segir frá því að Chelsea sé að sýna því áhuga á að krækja í Robert Lewandowski framherja FC Bayern.
Thomas Tuchel stjóri Chelsea hefur mikið álit á Lewandowski en pólski framherjinn vill komast burt frá Bayern í sumar.
Barcelona hefur mikinn áhuga á Lewandowski en nú ætlar Chelsea að kanna hvort félagið geti krækt í hann.
Chelsea keypti Romelu Lukaku síðasta sumar en framherjinn frá Belgíu hefur ollið miklum vonbrigðum og Tuchel virðist ekki hafa mikla trú á honum.
Tuchel gæti reynt að keyra á Lewandowski sem er einn besti framherji í heimi og enska deildin gæti heillað hann.
Chelsea unsurprising interested in Lewandowski – a player Tuchel loves. A long shot at the moment, Lewa wants Barca and Chelsea need to work out what to do with Lukaku, but it’s not impossible #cfc https://t.co/7tRLqyvlnC
— Jacob Steinberg (@JacobSteinberg) May 16, 2022