fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Óttar Magnús heldur áfram að skora í Bandaríkjunum – Gunnhildur Yrsa á skotskónum

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 15. maí 2022 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír Íslendingar léku í Bandaríkjunum í fótbolta í gær. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Óttar Magnús Karlsson voru bæði á skotskónum.

Gunnhildur Yrsa var í byrjunarliði Orlando er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Kansas City. Gunnhildur Yrsa kom heimakonum í Orlando yfir á 51. mínútu en Elyse Bennett jafnaði metin á 78. mínútu.

Kristin Hamilton kom Kansas yfir á fyrstu mínútu uppbótartíma en Tony Pressley bjargaði stigi fyrir Orlando úr vítaspyrnu á sjöttu mínútu uppbótartíma.

Þorleifur Úlfarsson byrjaði leikinn á vinstri kantinum fyrir Houston Dynamo er liðið vann 2-0 sigur á Nashville í MLS-deildinni. Adalberto Carrasquilla og Darwin Quintero gerðu mörk Houston Dynamo í leiknum. Þorleifur fór af velli í fyrri hálfleik.

Þá heldur Óttar Magnús Karlsson áfram að skora fyrir Oakland Roots í næstefstu deildinni í Bandaríkjunum. Hann kom sínum mönnum yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik gegn Las Vegas Lights en Alex Lara jafnaði fyrir Vegas á 24. mínútu og þar við sat, 1-1 jafntefli niðurstaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var aðeins búin að fá sér þegar hann opnaði sig um helgina – „Veistu hvað ég elska meira?“

Var aðeins búin að fá sér þegar hann opnaði sig um helgina – „Veistu hvað ég elska meira?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United skoðar markvörð – Onana verður lengi frá vegna meiðsla

United skoðar markvörð – Onana verður lengi frá vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga
433Sport
Í gær

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Í gær

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband
433Sport
Í gær

Besta deildin: FH niðurlægði KA

Besta deildin: FH niðurlægði KA