fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Enski boltinn: Man City tapaði stigum í toppbaráttunni – Leeds jafnaði í uppbótartíma

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 15. maí 2022 15:01

Jarrod Bowen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Það dró til tíðinda að Man City gerði jafntefli gegn West Ham í Lundúnum.

West Ham leiddi óvænt 2-0 í hálfleik eftir tvö glæsileg mörk frá Jarod Bowen. Jack Grealish minnkaði muninn á 49. mínútu áður en Vladimir Coufal setti boltann í eigið net tæpum 20 mínútum fyrir leikslok og staðan jöfn.

City fékk svo dæmda vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir leikslok. Riyad Mahrez fór á punktinn en Fabianski varði frá honum og lokatölur 2-2.

Leeds tókst að bjarga lífsnauðsynlegu stigi í fallbaráttunni eftir 1-1 jafntefli gegn Brighton á heimavelli. Danny Welbeck kom Brighton yfir á 21. mínútu en Pascal Struijk jafnaði fyrir heimamenn með skalla í uppbótartíma. Leeds er í 17. sæti með 35 stig, einu stigi meira en Burnley en Burnley á leik til góða á Leeds.

Leicester gekk frá Watford eftir að hafa lent undir í upphafi leiks. Jamie Vardy og Harvey Barnes skoruðu tvö mörk hvor í 5-1 útsigri.

Aston Villa og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli. Ollie Watkins kom Villa yfir en Jeffrey Schlupp jafnaði fyri Palace tólf mínútum fyrir leikslok.

Þá gerðu Wolves og Norwich einnig 1-1 jafntefli. Teemu Pukki kom gestunum í Norwich yfir áður en Rayan Aït Nouri skoraði jöfnunarmark Wolves þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

West Ham 2 – 2 Man City
1-0 Jarod Bowen (’24)
2-0 Jarod Bowen (’45)
2-1 Jack Grealish (’49)
2-2 Vladimir Coufal (’69, sjálfsmark)

Aston Villa 1 – 1 Crystal Palace
1-0 Ollie Watkins (’69)
1-1 Jeffrey Schlupp (’82)

Leeds 1 – 1 Brighton
0-1 Danny Welbeck (’21
1-1 Pascal Struijk (’90+2)

Watford 1 – 5 Leicester
1-0 Joao Pedro (‘6)
1-1 James Maddison (’18)
1-2 Jamie Vardy (’22)
1-3 Harvey Barnes (’46)
1-4 Jamie Vardy (’70)
1-5 Harvey Barnes (’86)

Wolves 1 – 1 Norwich
0-1 Teemu Pukki (’37)
1-1 Rayan Aït Nouri (’55)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu