fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Enski boltinn: Man City tapaði stigum í toppbaráttunni – Leeds jafnaði í uppbótartíma

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 15. maí 2022 15:01

Jarrod Bowen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Það dró til tíðinda að Man City gerði jafntefli gegn West Ham í Lundúnum.

West Ham leiddi óvænt 2-0 í hálfleik eftir tvö glæsileg mörk frá Jarod Bowen. Jack Grealish minnkaði muninn á 49. mínútu áður en Vladimir Coufal setti boltann í eigið net tæpum 20 mínútum fyrir leikslok og staðan jöfn.

City fékk svo dæmda vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir leikslok. Riyad Mahrez fór á punktinn en Fabianski varði frá honum og lokatölur 2-2.

Leeds tókst að bjarga lífsnauðsynlegu stigi í fallbaráttunni eftir 1-1 jafntefli gegn Brighton á heimavelli. Danny Welbeck kom Brighton yfir á 21. mínútu en Pascal Struijk jafnaði fyrir heimamenn með skalla í uppbótartíma. Leeds er í 17. sæti með 35 stig, einu stigi meira en Burnley en Burnley á leik til góða á Leeds.

Leicester gekk frá Watford eftir að hafa lent undir í upphafi leiks. Jamie Vardy og Harvey Barnes skoruðu tvö mörk hvor í 5-1 útsigri.

Aston Villa og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli. Ollie Watkins kom Villa yfir en Jeffrey Schlupp jafnaði fyri Palace tólf mínútum fyrir leikslok.

Þá gerðu Wolves og Norwich einnig 1-1 jafntefli. Teemu Pukki kom gestunum í Norwich yfir áður en Rayan Aït Nouri skoraði jöfnunarmark Wolves þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

West Ham 2 – 2 Man City
1-0 Jarod Bowen (’24)
2-0 Jarod Bowen (’45)
2-1 Jack Grealish (’49)
2-2 Vladimir Coufal (’69, sjálfsmark)

Aston Villa 1 – 1 Crystal Palace
1-0 Ollie Watkins (’69)
1-1 Jeffrey Schlupp (’82)

Leeds 1 – 1 Brighton
0-1 Danny Welbeck (’21
1-1 Pascal Struijk (’90+2)

Watford 1 – 5 Leicester
1-0 Joao Pedro (‘6)
1-1 James Maddison (’18)
1-2 Jamie Vardy (’22)
1-3 Harvey Barnes (’46)
1-4 Jamie Vardy (’70)
1-5 Harvey Barnes (’86)

Wolves 1 – 1 Norwich
0-1 Teemu Pukki (’37)
1-1 Rayan Aït Nouri (’55)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var aðeins búin að fá sér þegar hann opnaði sig um helgina – „Veistu hvað ég elska meira?“

Var aðeins búin að fá sér þegar hann opnaði sig um helgina – „Veistu hvað ég elska meira?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United skoðar markvörð – Onana verður lengi frá vegna meiðsla

United skoðar markvörð – Onana verður lengi frá vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga
433Sport
Í gær

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Í gær

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband
433Sport
Í gær

Besta deildin: FH niðurlægði KA

Besta deildin: FH niðurlægði KA