fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Brynjar Gunnarsson hættir með HK og tekur við Örgryte

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 15. maí 2022 13:20

Brynjar í leik með Reading (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Björn Gunnarsson hefur látið af störfum sem knattspyrnustjóri karlaliðs HK og tekið við stjórnvölunum hjá sænska b-deildarliðinu Örgryte. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu sænska félagsins í dag.

Dane Ivarsson var knattspyrnustjóri Örgryte en nú tekur Brynjar Björn við. Brynjar lék með Örgryte árið 1999 áður en hann hélt til Englands og lék meðal annars með Stoke City, Watford og Reading.

Örgryte situr á botni sænsku b-deildarinnar með tvö stig eftir sjö leiki og því erfitt verk fyrir höndum hjá Brynjari. Brynjar var við stjórnvölinn hjá HK í tæp fimm ár og kom liðinu upp um deild áður en það féll í fyrra.

„Ég vil þakka HK kærlega fyrir tækifærið sem ég fékk sem aðalþjálfari félagsins. Síðustu ár hafa verið afskaplega góð og skemmtileg og kveð ég félagið, samstarfsmenn og liðið með söknuði. HK hefur alla burði til að vinna Lengjudeildina í ár og spila í Bestu deildinni að ári liðnu“, segir Brynjar Björn á heimasíðu HK.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var aðeins búin að fá sér þegar hann opnaði sig um helgina – „Veistu hvað ég elska meira?“

Var aðeins búin að fá sér þegar hann opnaði sig um helgina – „Veistu hvað ég elska meira?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United skoðar markvörð – Onana verður lengi frá vegna meiðsla

United skoðar markvörð – Onana verður lengi frá vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga
433Sport
Í gær

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Í gær

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband
433Sport
Í gær

Besta deildin: FH niðurlægði KA

Besta deildin: FH niðurlægði KA