Besta deildin birti í dag lið fimmtu umferðar í karlaflokki. Liðið er myndað út frá tölfræði leikmanna eins og segir á Twitter-síðu Bestu deildarinnar.
Tveir Víkingar eru í liðinu og þrír Valsmenn en það eru þeir Erlingur Agnarsson sem skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Víkinga á Fram og Kristall Máni Ingason annars vegar og Patrick Pedersen, Sebastian Hedlund og Tryggvi Hrafn Haraldsson hins vegar.
Tryggvi Hrafn var með hæstu einkunn umferðarinnar, 9.4, en hann skoraði tvö mörk gegn ÍA í 4-0 sigri Vals. Keflvíkingarnir Sindri Þór Guðmundsson og Patrik Johannesen eru einnig í liðinu sem og Blikarnir Jason Daði og Viktor Örn Margeirsson. Liðið má sjá hér að neðan.
Lið 5. umferðar Bestu deild karla.
Liðið er myndað út frá tölfræði leikmanna. pic.twitter.com/p7ymVSCAHC— Besta deildin (@bestadeildin) May 14, 2022