fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Guardiola lætur fyrrum leikmenn Man United heyra það – „Ég rústaði þeim í Meistaradeildinni“

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 14. maí 2022 09:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, lét Dimitar Berbatov og Patrice Evra, fyrrum leikmenn Manchester United, heyra það eftir að tvíeykið sagði enga persónuleika í liði City eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeildinni.

City glutraði frá sér tveggja marka forystu á lokamínútunum gegn Real Madrid í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á Bernabéu vellinum þann 4. maí síðastliðinn.

Evra sagði City skorta leiðtoga og Berbatov sagði að City hefði spilað eins „lítil lið með ekkert sigurhugarfar.“

Man City hefur skorað 10 mörk í tveimur leikjum gegn Newcastle og Wolves síðan liðið féll úr leik í Meistaradeildinni og leiða kapphlaupið um enska meistaratitilinn þegar tvær umferðir eru eftir City er þremur stigum á undan Liverpool.

Þetta er sami karakter og persónuleiki og tapaði á síðustu tveimur, þremur mínútunum í Madríd,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær þegar hann var spurður út í hugarfar leikmanna sinna.

Ég sá ekki þennan persónuleika hjá sérfræðingum og fyrrum leikmönnum eins og Berbatov og Evra og Seedorf þegar ég, og við [Barcelona] rústuðum þeim í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn United,“ sagði Guardiola og var augljóslega heitt í hamsi.

Guardiola leiddi Barcelona til sigurs í Meistaradeildinni gegn Man United í úrslitum árið 2009 ogaftur árið 2011 þegar Patrice Evra og Dimitar Berbatov voru á mála hjá síðarnefnda liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfa til Arsenal ef Diaz kemur ekki

Horfa til Arsenal ef Diaz kemur ekki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Varð rennandi blautur í beinni útsendingu – Sjáðu skondið myndband

Varð rennandi blautur í beinni útsendingu – Sjáðu skondið myndband
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Miklir fjármunir í húfi í Kópavogi á morgun

Miklir fjármunir í húfi í Kópavogi á morgun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var aðeins búin að fá sér þegar hann opnaði sig um helgina – „Veistu hvað ég elska meira?“

Var aðeins búin að fá sér þegar hann opnaði sig um helgina – „Veistu hvað ég elska meira?“
433Sport
Í gær

Gyokores fer til Arsenal – Tveir aðrir á leiðinni

Gyokores fer til Arsenal – Tveir aðrir á leiðinni
433Sport
Í gær

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina