fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Nú tjáði Rooney sig – „Var að ganga frá mér að segja ekki neinum frá planinu mínu“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. maí 2022 13:36

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meiðyrðamál Rebekuh Vardy gegn Coleen Rooney er nú fyrir dómsstólum og undanfarna daga hefur það verið tekið fyrir og það mun einnig verða gert næstu daga. Verjandi Rooney sótti hart að Rebekuh Vardy í málinu, sakaði hana meðal annars um lygar og lagði fyrir hana nokkur mál sem hann vill meina að Vardy tengist beint en hún þverneitar.

Málið tengist inn í enska boltann en Jamie Vardy, framherji Leicester City er eiginmaður Rebekuh og Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County og fyrrum leikmaður Manchester United er eiginmaður Coleenar.

Co­leen Roon­ey hefur áður sakað Var­dy um að leka upp­lýsingum um einka­líf Roon­ey-fjöl­skyldunnar í fjöl­miðilinn The Sun og upplegg verjanda Rooney í dag var að koma með fleiri sambærileg mál til sögunnar, mál sem hann segir tengjast því að Rebekah Vardy eða umboðsmaður hennar fyrir tilstilli Vardy, hafi lekið upplýsingum um til fjölmiðla gegn greiðslu.

Meira:
Áfram þjarmað að Vardy sem brast í grát – Hlé gert fyrir hana

Nú er komið að Rooney að segja sína hlið. „Ég vildi góma aðganginn og ég setti upp plan,“ segir Rooney.

„Ég ákvað að semja sögur og takmarka hver gæti séð þetta. Þetta var bara aðgangur Vardy sem gat séð þetta. Ég setti þetta á Instagram í 24 klukkustundir. Ég beið svo til að sjá hvort lygasögur mínar sem aðeins aðgangur Vardy sá myndi enda í The Sun.“

„Það vissi enginn af þessu sem var í gangi, það var að ganga frá mér að segja ekki neinum frá planinu mínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Wayne Rooney með ráð til Jack Grealish

Wayne Rooney með ráð til Jack Grealish
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Í gær

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar