fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Jafnt hjá Kórdrengjum og Fylki – Selfyssingar unnu annan leikinn í röð

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 13. maí 2022 21:14

©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla rétt í þessu. Kórdrengir tóku á móti Fylki í Safamýrinni en báðum liðum er spáð góðu gengi í Lengjudeildinni í ár.

Daníel Gylfason kom Kórdrengjum yfir á 39. mínútu eftir stungusendingu frá Iousu Villar og staðan 1-0 í hálfleik. Þórður Gunnar Hafþórsson jafnaði metin fyrir Fylki á 70. mínútu eftir mistök frá Daða Frey í marki Kórdrengja en þetta var fyrsti leikur Daða eftir að hafa komið á láni frá FH í gær.

Meira var ekki skorað í leiknum og 1-1 jafntefli niðurstaða. Fylkir er með fjögur stig eftir tvo leiki en þetta var fyrsta stig Kórdrengja á tímabilinu eftir tap gegn Þór í fyrsta leik.

Kórdrengir 1 – 0 Fylkir
1-0 Daníel Gylfason (’39)
1-1 Þórður Hafþórsson (’70)

Selfoss fékk Gróttu í heimsókn. Gary Martin kom heimamönnum yfir á 36. mínútu og Gonzalo Zamorano tvöfaldaði forystu Selfyssinga fjórum mínútum síðar. Ólafur Eiríksson minnkaði muninn fyrir Gróttu stuttu fyrir leikhlé en það dugði ekki til og lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil sem eru með sex stig eftir tvær umferðir. Grótta er með þrjú stig.

Selfoss 2 – 1 Grótta
1-0 Gary  Martin (’36)
2-0 Gonzalo Zamorano (’40)
2-1 Ólafur Eiríksson (’43)

Fjölnir vann öruggan heimasigur á Þór. Andri Jónasson skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og Valdimar Jónsson bætti við þriðja marki Fjölnismanna á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Harley Willard minnkaði muninn fyrir gestina á 87. mínútu en Hákon Ingi Jónsson skoraði fyrir Fjölni mínútu síðar, lokatölur 4-1.

Fjölnir er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Þór er með þrjú stig.

Fjölnir 4 – 1 Þór
1-0 Andri Jónasson (’26)
2-0 Andri Jónasson (’40)
3-0 Valdimar Jónsson (’50)
3-1 Harley Willard (’87)
4-1 Hákon Ingi Jónsson (’88)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Halldór Árnason

Íþróttavikan í mynd: Halldór Árnason
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf