fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Enski boltinn: Meistaradeildarbaráttan galopin eftir sigur Tottenham í nágrannaslagnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 20:37

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham og Arsenal mættust í gríðarlega mikilvægum leik í baráttuna um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Félögin eru erkifjendur og mátti heyra rafmagnað andrúmsloft á vellinum í kvöld.

Arsenal byrjaði leikinn af meiri krafti en eftir 20 mínútna leik fékk Tottenham vítaspyrnu þegar Cedric Soares stjakaði við Heung-Min Son innan teigs. Harry Kane fór á punktinn og skoraði.

Tíu mínútum síðar fékk Rob Holding, miðvörður Arsenal, sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir viðskipti við Son.

Kane fór langleiðina með að gera út um leikinn fimm mínútum síðar þegar hann kom heimamönnum í 2-0.

Son gerði út um leikinn snemma seinni hálfleiks með þriðja marki Tottenham.

Það gerðist ekki mikið meira markvert og urðu lokatölur 3-0.

Arsenal er áfram í fjórða sæti deildarinnar, nú aðeins stigi á undan Tottenham þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið