Víkingur R. tók á móti Fram í Bestu deild karla í kvöld.
Leikurinn fór nokkuð fjöruglega af stað og komust heimamenn yfir á 10. mínútu. Þar var að verki Helgi Guðjónsson. Logi Tómasson átti frábæra sendingu upp völlinn á Oliver Ekroth sem skallaði hann fyrir Helga áður en sá setti hann í netið.
Rúmum tíu mínútum síðar kom Erlingur Agnarson Víkingum í 2-0. Aðeins fimm mínútum síðar gerðu Íslandsmeistararnir svo gott sem út um leikinn. Þar var Erlingur aftur á ferðinni eftir flottan undirbúning Kristals Mána Ingasonar.
Staðan í hálfleik var 3-0.
Eftir rúman klukkutíma leik minnkaði Hlynur Atli Magnússon muninn fyrir Fram með flottu skoti.
Ef gestirnir gerðu sér vonir um að fá eitthvað úr leiknum eftir markið fór sú von út um gluggann nokkrum mínútum síðar þegar Delphin Tshiembe setti boltann í eigið net.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í dag og lokatölur 4-1 fyrir Víking.
Víkingar eru í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig eftir sex leiki. Fram er á botninum með aðeins tvö stig.