fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Elvis aðdáandinn Hemmi Hreiðars fær Elvis til Eyja – ,,Allt í einu kom ég út af klósettinu klæddur sem Kóngurinn“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvis Bwomono, landsliðsmaður Úganda er nýr leikmaður ÍBV sem leikur í Bestu deildinni. Um er að ræða 23 ára bakvörð sem á að baki nokkra landsleiki fyrir Úganda og ljóst að nafn hans mun falla vel í kramið hjá Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara ÍBV, sem er mikill aðdáandi Elvis Presley, söngvarans goðsaganakennda.

ÍBV situr í 9. sæti Bestu deildarinnar með 2 stig eftir fyrstu fjórar umferðir deildarinnar og vonir standa til að Elvis nái að lyfta þeim hærra upp í töflunni en ÍBV hefur fengið á sig níu mörk í upphafi leiktíðar.

Eins og áður sagði er Hermann Hreiðarsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu mikill aðdáandi Elvis Presley og hann sagði frá því í viðtali við staðarmiðil í Portsmouth árið 2015 að hann hefði klætt sig upp sem Elvis fyrir bikarúrslitaleik ensku bikarkeppninnar árið 2008 og sungið fyrir liðsfélaga sína í Portsmouth.

Frammistaða Hermanns í aðdraganda bikarúrslitaleiksins virðist hafa gert liðinu gott því Portsmouth hafði betur í leiknum og varð enskur bikarmeistari.

Hermann tók nokkur lög með Elvis þetta umrædda kvöld fyrir bikarúrslitaleikinn þar sem að liðið snæddi kvöldverð á ítölskum veitingastað. ,,Ég tók Blue Suede Shoes fyrst, lag sem hægt er að dansa við og það er gott til þess að draga athyglina frá röddinni. Svo reyndi ég við An American Trilogy, það var metnaðarfullt og ég viðurkenni að það vera meira hlegið að mér þá.“

Hermann segir að það hafi verið hugmynd Harry Redknapp, knattspyrnustjóra Portsmouth að hann myndi stíga á svið í klæddur Elvis búningi og taka nokkur lög. ,,Við héldum þessu á milli okkar og allt í einu kom ég út af klósettinu klæddur sem Kóngurinn og það kom öllum að óvörum. Með þessu vildum við ná athygli leikmanna frá úrslitaleiknum í stutta stund, ná fram rólegu andrúmslofti og þetta heppnaðist,“ sagði Hermann Hreiðarsson í samtali við Played up Pompey árið 2015.

Þá er mörgum ferskt í minni þegar að Hermann tók lagið í þáttaröðinni Atvinnumennirnir okkar hjá Auðunni Blöndal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans
433Sport
Í gær

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu