Framtíð Sadio Mane hjá Liverpool er í lausu lofti en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2023. Mane og Liverpool hafa hingað til ekki náð samkomulagi um nýjan samning.
Sky í Þýskalandi og fleiri miðlar þar í landi segja að Hasan Salihamidzic yfirmaður knattspyrnumála hafi fundað með umboðsmanni Mane í síðustu viku.
Sagt er að fundurinn hafi farið fram á Mallorca á Spáni þangað sem Salihamidzic flaug til að hitta umboðsmann Mane.
Mane kom til Liveprool sumarið 2016 en hann og Mo Salah verða báðir samningslausir sumarið 2023.
Liverpool gæti freistast til þess að selja Mane í sumar ef ekki tekst að ná samkomulagi við þennan frábæra leikamnn frá Senegal.