fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Segir Pep bera fulla ábyrgð á tapi Manchester City í gær – „Þú vinnur ekki leiki á taktíkinni einni saman“

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 5. maí 2022 19:00

Pep Guardiola.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Liverpool, kennir Pep Guardiola alfarið um tap Manchester City gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Hamann segir að Pep gefi leikmönnum ekki næga ábyrgð.

Manchester City sigraði fyrri leikinn gegn Real Madrid 4-3 á heimavelli. Enska liðið leiddi 1-0 þegar 89 mínútur voru komnar á klukkuna í gær en þá hófst ótrúleg endurkoma spænska liðsins. Rodrygo skoraði tvö í uppbótartíma og Benzema bætti við því þriðja í framlengingu.

„Ef þú gefur leikmönnum ábyrgð þá haga þeir sér á ábyrgan hátt. En þeir gera það ekki ef þú reynir að spila leikinn fyrir þá,“ sagði Hamann á Twitter síðu sinni.

„Þú vinnur ekki leiki á taktíkinni einni saman. Þegar leikurinn er flautaður af stað þurfa leikmenn að taka ákvarðanir og ekki í fyrsta skipti hefur lið hans tekið ranga ákvörðun á röngum tíma,“ sagði Hamann við Football Daily.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syrgir móður sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikið á Reykjavíkurborg í Fossvogi í gær – Gáfu bjórinn frekar en að selja hann

Leikið á Reykjavíkurborg í Fossvogi í gær – Gáfu bjórinn frekar en að selja hann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho