fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Auðvelt hjá Stjörnunni – Keflavík vann Blika

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 4. maí 2022 21:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikum var að ljúka í 2. umferð Bestu deildar kvenna rétt í þessu. Stjörnukonur fengu KR í heimsókn og Keflavík tók á móti Blikum.

Algjör einstefna var í fyrri hálfleik Stjörnunnar og KR þar sem Stjörnukonur réðu ríkjum og komust í 2-0 forystu eftir níu mínútna leik með mörkum frá Katrínu Ásbjörnsdóttur og Gyðu Kristínu Gunnarsdóttur.

Alma Mathiesen kom Garðbæingum í 3-0 áður en Ísabella Sara Tryggvadóttir minnkaði muninn fyrir KR rétt undir lok fyrri hálfleiks. Arna Dís Arnþórsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir komu Stjörnunni í 5-1 á upphafsmínútum síðari hálfleiks og þar við sat.

Stjarnan er með fjögur stig eftir tvo leiki i Bestu deildinni en KR er stigalaust eftir tvo tapleiki.

Amelía Rún Fjeldsted reyndist hetja Keflavíkur gegn Blikum en hún skoraði eina mark leiksins á 33. mínútu í 1-0 sigri.

Blikar sóttu stíft í síðari hálfleik og Samantha Murphy átti stórleik í marki Keflvíkinga. Breiðablik fékk dæmda vítaspyrnu í uppbótartíma. Natasha Moraa Anasi fór á punktinn en Murphy kórónaði frábæra frammistöðu sína í kvöld með því að verja frá henni.

Keflvíkingar eru nú með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Breiðablik er áfram með þrjú stig eftir tapið í kvöld.

Stjarnan 5 – 1 KR
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (‘4)
2-0 Gyða Kristín Gunnarsdóttir (‘9)
3-0 Alma Mathiesen (’38)
3-1 Ísabella Sara Tryggvadóttir (’44)
4-1 Arna Dís Arnþórsdóttir (’48)
5-1 Jasmín Erla Ingadóttir (’52)

Keflavík 1 – 0 Breiðablik
1-0 Amelía Rún Fjeldsted (’33)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina