fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Spá fyrirliða og forráðamanna fyrir Lengjudeild karla: Nýliðar upp og nýliðar niður – Lærisveinar Rúnars verði erfiðir viðureignar

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spá fyrirliða og forráðamanna liðanna í Lengjudeild karla var opinberuð nú í hádeginu og samkvæmt henni munu nýliðar Fylkis og HK í deildinni fara upp og nýliðar KV og Þróttar Vogum fara niður.

Fylkir og HK féllu niður í Lengjudeildina úr efstu deild í fyrra og munu því freista þess að eiga stutta viðveru í Lengjudeildinni og samkvæmt spánni munu nýliðar Þróttar Vogum og KV eiga erfitt með að halda sæti sínu.

Þá er sá áhugaverði punktur við spánna að liði Vestra var sett í öll 12 sætin í deildinni ef spár fyrirliða og forráðamanna allra liða eru tekin og borin saman og er líklega um einsdæmi að ræða í sögu spánnar fyrir næst efstu deild. Það eru því einhver lið sem sjá það fyrir sér að Vestri berjist á toppi deildarinnar og önnur sem spá liðinu fallbaráttu.

Samkvæmt spánni eru það Kórdrengir sem munu veita Fylki og HK mesta samkeppni um að komast upp í efstu deild.

  1. Fylkir – 296 stig
  2. HK – 253 stig
  3. Kórdrengir – 243 stig
  4. Fjölnir – 200 stig
  5. Grindavík – 186 stig
  6. Þór – 184 stig
  7. Vestri – 177 stig
  8. Selfoss – 134 stig
  9. Grótta – 130 stig
  10. Afturelding – 119 stig
  11. KV – 57 stig
  12. Þróttur Vogum – 46 stig
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina