fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Segir enga skynsemi fólgna í því að láta Ronaldo fara frá Manchester United – ,,United þarf hins vegar að hafa rétta leikmenn í kringum hann“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 12:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United segir að félagið eigi að halda í Cristiano Ronaldo sem skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Mikil umræða hefur skapast um það hvort United eigi að halda í leikmanninn áfram eða leyfa honum að fara en Keane segir Manchester United þurfa að takast á við mun stærri vandamál en Ronaldo.

,,Það að fá Ronaldo aftur til Manchester United var hugsun til skamms tíma. Það átti að hjálpa stuðningsmönnum og andanum í kringum félagið en hann hefur líka komið með mörk. Manchester United þarf að takast á við mun stærri vandamál en Ronaldo,“ sagði Roy Keane á Sky Sports í gærkvöldi.

Ronaldo er 37 ára gamall og er markahæsti leikmaður Manchester United á tímabilinu.

,,Mörkin hans og frammistöður réttlæta það að hann eigi að vera áfram hjá félaginu. Manchester United þarf hins vegar að hafa rétta leikmenn í kringum hann. Það verða fleiri framherjar að koma inn og samkeppni um stöður þarf að vera meiri. Ef aðal markaskorari þinn, maðurinn sem þú treystir á, er 37 ára gamall þá eru það ekki góðar fréttir en ég myndi klárlega halda í Ronaldo.“

Hann segir að sjálfsögðu þurfi að eiga sér stað milli félagsins og Ronaldo hvernig hlutverki hann á að gegna.

,,Samtal um það hvernig hlutverk hans eigi að vera, hvernig við viljum að hann spili og að hann sé kannski ekki hugsaður sem byrjunarliðsmaður í öllum leikjum en afhverju ættirðu að losa þig við leikmann sem er að skora eins mörg mörk og raun ber vitni?“

Cristiano Ronaldo virtist senda þau skilaboð út í gær að hann ætlaði sér að vera áfram hjá Manchester United á næstu leiktíð eftir leik Manchester United og Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Um var að ræða síðasta heimaleik tímabilsins á Old Trafford.

Að leik loknum gengu leikmenn United hring og þökkuðu stuðningsmenn fyrir sig. Þegar Ronaldo labbaði um ákvað hann að senda skilaboð í gegnum myndavélina. „Ég er ekki búinn,“ sagði Ronaldo og brosti eftir 18 deildarmark sitt á tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið
433Sport
Í gær

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Í gær

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið
433Sport
Í gær

Valur komið í næstu umferð

Valur komið í næstu umferð