Fram og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í gærkvöldi. Framarar komust yfir með marki frá Guðmundi Magnússyni og þannig stóðu leikar allt þar til á 41. mínútu þegar að Eyþór Aron Wöhler jafnaði metin fyrir Skagamenn.
Það voru hins vegar ekki allir sannfærðir um að skallinn frá Eyþóri, sem varð að marki, hefði farið yfir marklínuna.
En allur vafi hefur verið tekin varðandi það atvik núna vegna þess að mynd sem ljósmyndari Skagafrétta tók á leiknum í gær sýnir vel að boltinn fór yfir marklínuna.