David Brooks, leikmaður Bournemouth og landsliðsmaður Wales í knattspyrnu greindist með eitilfrumukrabbamein í október á síðasta ári. Hann hóf krabbameinsmeðferð og hefur hún borið góðan árangur og er Brooks laus við meinið. Hann greindi frá þessum gleðifréttum á Twitter síðu sinni fyrr í dag.
„Það eru nokkrir mánuðir síðan að ég lét síðast vita af stöðunni hjá mér. Á þessum tíma hef ég lokið krabbameinsmeðferð.“
„Ég er himinlifandi og get tilkynnt að meðferðin bar árangur, ég hef fengið grænt ljós á að halda áfram og er nú laus við krabbameinið.“
„Ég er mjög þakklátur fyrir batakveðjur ykkar, þær hjálpuðu mér svo sannarlega á þessum erfiðu tímum,“ sagði Brooks á Twitter síðu sinni.
Þá bætti hann við að hann væri spenntur að snúa aftur á völlinn og ætlaði að vinna í því að koma sér í sitt besta form og halda áfram með ferilinn.
— David Brooks (@DRBrooks15) May 3, 2022
Bournemouth’s David Brooks has confirmed he is cancer free after undergoing several successful treatments.
Amazing news ❤️ pic.twitter.com/RiKIJ4vG7J
— ESPN UK (@ESPNUK) May 3, 2022