fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Leikmaður Bournemouth greinir frá gleðifréttum – Laus við krabbameinið

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 3. maí 2022 19:30

David Brooks / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Brooks, leikmaður Bournemouth og landsliðsmaður Wales í knattspyrnu greindist með eitilfrumukrabbamein í október á síðasta ári. Hann hóf krabbameinsmeðferð og hefur hún borið góðan árangur og er Brooks laus við meinið. Hann greindi frá þessum gleðifréttum á Twitter síðu sinni fyrr í dag.

„Það eru nokkrir mánuðir síðan að ég lét síðast vita af stöðunni hjá mér. Á þessum tíma hef ég lokið krabbameinsmeðferð.“

„Ég er himinlifandi og get tilkynnt að meðferðin bar árangur, ég hef fengið grænt ljós á að halda áfram og er nú laus við krabbameinið.“

„Ég er mjög þakklátur fyrir batakveðjur ykkar, þær hjálpuðu mér svo sannarlega á þessum erfiðu tímum,“ sagði Brooks á Twitter síðu sinni.

Þá bætti hann við að hann væri spenntur að snúa aftur á völlinn og ætlaði að vinna í því að koma sér í sitt besta form og halda áfram með ferilinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið
433Sport
Í gær

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Í gær

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið
433Sport
Í gær

Valur komið í næstu umferð

Valur komið í næstu umferð