Erik ten Hag tekur við Manchester United í sumar en hann samþykkti nýlega þriggja ára samning við félagið.
Gengi Manchester United hefur ekki verið upp á marga fiska á tímabilinu og eru stuðningsmenn afar spenntir fyrir komu ten Hag.
Stuðningsmenn hafa nú þegar samið lag um Ten Hag og sungu það hástöfum í leik Manchester United og Brentford í gær. Lagið má sjá hér að neðan.
Textinn í laginu er svona: „One Hag, Two Hag, Three Hag, Four Hag, Five Hag, Six Hag, Seven Hag, Eight Hag, Nine Hag, Ten Hag… Ten Hag, Ten Hag, Ten Hag, Ten Hag.“
Stuðningsmenn hinna klúbbanna í ensku úrvalsdeildinni hafa gert stólpagrín af laginu á Twitter og vilja margir meina að þetta sé það versta sem þeir hafi heyrt.
Jesus wept pic.twitter.com/8Ld0J8Zllk
— King of The Balds (@TrueBaldEagle) May 2, 2022