
Danski framherjinn Jannik Pohl skrifaði í dag undir samning við Fram og mun leika með liðinu í Bestu deildinni á komandi tímabili. Hann segist hafa góða tilfinningu fyrir verkefninu framundan og er ánægður með að vera kominn til Íslands.
,,Tilfinningin er góð. Ég hef hlakkað til að koma til Íslands undanfarna viku og er ótrúlega ánægður með að vera kominn hingað. Hér er fólkið gott og landið fallegt þannig að þetta leggst bara vel í mig,“ sagði Jannik í samtali við 433.is í dag.
Hann segir mikinn metnað búa í félaginu.
,,Ég tel að félagið sé í góðu uppbyggingarferli og vilji komast aftur í þá stöðu að vera á meðal bestu liða landsins. Bygging nýrrar aðstöðu félagsins sýnir að það býr mikill metnaður í félaginu og það vill taka næsta skref. Þetta gaf mér góða tilfinningu fyrir verkefninu.“
Viðtalið við Jannik Pohl, nýjan framherja Fram í heild sinni, má sjá hér fyrir neðan.