Mike Dean, dómari í ensku úrvalsdeildinni, hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna þegar að yfirstandandi tímabili lýkur. Hann mun hins vegar ekki hætta afskiptum sínum af dómgæslu alfarið heldur taka að sér dómarahlutverk í VAR-herberginu.
Dean hóf að starfa sem dómari í ensku úrvalsdeildinni árið 2000. Síðan þá hefur hann dæmt 553 leiki og lyft rauða spjaldinu 114 sinnum, meira en nokkur annar dómari deildarinnar.
Dean er 53 ára gamall en hefur nú ákveðið að láta gott heita sem aðaldómari. Sögusagnir um ákvörðun hans fóru á kreik í gær en hafa nú verið staðfestar.
Mike Dean will retire at the end of the 2021/22 season 💔
Here's the Premier League referee's GREATEST moments 🕺 pic.twitter.com/nnafHaZexD
— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 22, 2022