fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Arnar Þór opinberar fyrsta alvöru landsliðshóp ársins – Þekktar stærðir fjarverandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. mars 2022 13:08

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands hefur valið nýjan landsliðshóp en um er að ræða fyrsta alvöru verkefni ársins. Liðið mætir Finnum og Spáni í æfingaleikjum en báðir fara fram á Spáni.

Fátt er um óvænt tíðindi í hópnum en Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru fjarverandi vegna meiðsla.

Ísland mætir Finnlandi laugardaginn 26. mars á Estadio Nueva Condomina/Estadio Enrique Roca de Murcia í Murcia og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni á Riazor í A Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur kl. 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Ísland og Finnland hafa mæst 13 sinnum. Ísland hefur unnið fjóra leiki, tveir hafa endað með jafntefli og Finnland hefur unnið sjö. Liðin mættust síðast í undankeppni HM 2018 þann 2. september 2017 í Finnlandi, en heimamenn unnu þann leik 1-0.

Hörður Björgvin Magnússon snýr aftur í landsliðið eftir meiðsli en hann leikur með CSKA Moskvu í Rússlandi.

Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Lucas Guðjohnsen eru báðir í hópnum en faðir þeirra Eiður Smári lét af störfum sem aðstoðarþjálfari undir lok síðasta árs. Við starfi hans tók Jóhannes Karl Guðjónsson en sonur hans Ísak Bergmann er í hópnum.

Ísland og Spánn hafa mæst níu sinnum. Ísland hefur unnið einn leik, tveir endað með jafntefli og Spánn hefur unnið sex leiki. Liðin mættust síðast í undankeppni EM 2008 á Laugardalsvelli þann 8. september 2007 og endaði sá leikur með 1-1 jafntefli. Spánn varð Evrópumeistari 2008.

Hópurinn
Rúnar Alex Rúnarsson – OH Leuven – 12 leikir
Elías Rafn Ólafsson – FC Midtjylland – 4 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson – Viking FK

Alfons Sampsted – Bodo/Glimt – 8 leikir
Guðmundur Þórarinsson – AaB – 12 leikir
Atli Barkarson – SonderjyskE – 2 leikir
Brynjar Ingi Bjarnason – Valerenga – 10 leikir, 2 mörk
Hjörtur Hermansson – Pisa – 25 leikir, 1 mark
Ísak Bergmann Jóhannesson – FCK – 10 leikir, 1 mark
Birkir Bjarnason – Adana Demirspor – 105 leikir, 14 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen – IF Elfsborg – 10 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson – Genoa – 29 leikir, 6 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson – AGF – 16 leikir, 2 mörk
Daníel Leó Grétarsson – Slask Wroclaw – 5 leikir
Aron Elís Þrándarson – OB – 8 leikir
Stefán Teitur Þórðarson – Silkeborg IF – 7 leikir, 1 mark
Andri Fannar Baldursson – FCK – 8 leikir
Arnór Sigurðsson – Venezia – 16 leikir, 1 mark
Andri Lucas Guðjohnsen – Real Madrid Castilla – 6 leikir, 2 mörk
Þórir Jóhann Helgason – Lecce – 7 leikir
Arnór Ingvi Traustason – New England Revolution – 43 leikir, 5 mörk
Jón Daði Böðvarsson – Bolton Wanderers – 62 leikir, 4 mörk
Hörður Björgvin Magnússon – CSKA – 36 leikir, 2 mörk:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu