fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Chelsea gæti orðið gjaldþrota mjög hratt – Þetta má félagið gera og þetta má það ekki gera

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. mars 2022 08:22

Roman Abramovich, fyrrum eigandi Chelsea Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er möguleiki á því að Chelsea verði gjaldþrota ef ekki tekst að finna félaginu nýjan eiganda hratt og örugglega. Það er hins vegar í höndum Roman Abramovich hvaða leið verður farið.

Allar eignir Roman á Englandi voru fyrstar í gær og hefur það verulegar afleiðingar fyrir Chelsea sem starfar nú undir hæl ríksins. Ástæðan eru tengsl Roman við Vladimir Putin forseta Rússlands og innrásar hans í Úkraínu.

Roman á ennþá félagið en hann má ekki selja það nema að ríkið komi að borðinu og ljóst sé að hann hagnist ekkert á sölunni. Ef Roman er ekki til í það mun Chelsea hægt og rólega fara á hausinn.

Chelsea mun tapa 100 milljónum króna á hverjum heimaleik þar sem félagið má ekki selja nýja miða, aðeins ársmiðahafar geat mætt.

Stærsti styrktaraðili félagsins, Three hefur hætt að virða sinn hluta samnings á meðan málin standa svona. Búist er við að fleiri styrktaraðilar muni gera slíkt hið saman og því minnka tekjur félagsins.

Romelu Lukaku. GettyImages

Talið er að Nike sem borgar Chelsea háar upphæðir íhugar nú að rifta samningi sínum. Talið er að Chelsea geti orðið gjaldþrota á 90 dögum ef allt fer á versta veg.

Forráðamenn Chelsea eru í viðræðum við breska ríkið til að fá auknar heimildir til þess að starfa.

Þetta má Chelsea gera:
Spila alla leiki
Borga öllu starfsfólki laun
Fá öryggisverði og gæslu, kaupa mat og drykki fyrir heimaleiki en að hámarki fyrir 500 þúsund pund.
Fá fjármuni fyrir sjónvarpssamninga og árangur en það má ekki nota þá
Má selja félagið ef Roman hagnast ekkert

Þetta má Chelsea ekki gera
Selja nýja miða
Kaupa leikmenn eða endursemja við leikmenn
Selja varning í búð sinni eða á netinu
Eyða meira en 20 þúsund pundum í ferðalög í útileiki
Halda áfram með framkvæmdir á Stamford Bridge

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Í gær

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann
433Sport
Í gær

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn