Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, þvertekur fyrir að til átaka hafi komið á milli sín og Gianluigi Donnarumma, markvarðar Parísarliðsins eftir tap liðsins gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.
Með tapinu féll PSG úr leik í Meistaradeild Evrópu og fljótlega eftir tapið fóru að berast fréttir af því að til átaka hafi komið á milli Neymar og Donnarumma þar sem að þeim var gefið að sök að hafa sakað hvorn annan um orðið til þess að PSG tapaði leiknum.
,,Þetta er ekki rétt, það kom ekki til átaka á milli okkar eftir leik,“ sagði Neymar í færslu á samfélagsmiðlum sem birtist í dag. Þá hefur Donnarumma einnig greint frá því að ekkert athugavert hafi verið við samskipti sín og Neymar eftir leikinn.
Með færslunni á samfélagsmiðlum birti Neymar skjáskot af samskiptum sínum og Donnarumma á samfélagsmiðlaforritinu Whatsapp.
Neymar shares his private WhatsApp talk with Gigio Donnarumma to deny rumours of fights in the dressing room. 📲⛔️ #PSG
“It’s absolutely fake – we had no fight after the game”, Neymar added on Instagram.
The story has been denied even on Donnarumma side. pic.twitter.com/JoiAgaLPRd
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 10, 2022