fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Hélt þrumuræðu yfir frægum Rússum – Skaut fast á einn þeirra sem sást í kynlífsmyndbandi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. mars 2022 13:08

Yarmolenko leikmaður West Ham er frá Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andriy Yarmolenko framherji West Ham og landsliðsmaður frá Úkraínu hefur skorað á landsliðsmenn Rússlands í knattspyrnu að stíga upp og mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu.

Yarmolenko er sár og reiður yfir þeim atburðum sem nú eiga sér stað í heimalandi hans. Hann skorar á fjölda landsliðsmanna Rússlands til að tala um málið.

Einn af þeim sem hann skorar á er Artem Dzyuba fyrirliða Rússlands en kynlífsmyndband af honum lak á netið fyrir nokkru síðan. Yarmolenko notar það í gagnrýni sinni á þögn þessara aðila.

„Ég er Yarmolenko landsliðsmaður frá Úkraínu. Ég fæddist í St Pétursborg en ólst upp í Úkraínu og er 100 prósent frá Úkraínu,“ segir Yarmolenko í færslu á Instagram.

„ÉG er með spurningu til leikmanna Rússlands. Af hverju sitjið þið hjá eins og aumingjar og segið ekkert?,“ segir Yarmolenko og merkir fjölda leikmanna frá Rússlandi í myndband sitt.

„Í mínu landi er verið að drepa fólk, drepa eiginkonur, drepa mæður og drepa börnin okkar. Þið segið ekkert. Segið mér hvað gerist ef þið standið saman og talið. Segið fólki hvað er að gerast í okkar landi.“

„Ég þekki marga ykkar, þið hafið sagt mér að þetta eigi ekki að vera svona og að forseti ykkar sé ekki að hegða sér rétt. Þið getið talað við fólkið.“

Hann fór svo í það að skjóta á Artem Dzyuba. „Ég veit að sumir ykkar viljið vera með punginn í myndavélinni en nú er komið að því að sýna punginn í hinu raunverulega lífi. Takk fyrir áhorfið. Áfram Úkraína.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Yarmolenko Andrey (@yarmolenkoandrey)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“