fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Maguire svarar fréttamanni á Twitter – Ekkert stríð við Ronaldo

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. febrúar 2022 10:30

Harry Maguire á förum frá Manchester United? / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Maguire fyrirliði Manchester United segir fréttir um ósætti í  herbúðum félagsins rangar og að hann sé ekki í neinu valdastríði við Cristiano Ronaldo.

David McDonnell hjá The Mirror skrifaði um málið í gær. Maguire er með fyrirliðabandið eins og stendur en Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri United, og Cristiano Ronaldo voru sagðir hafa rætt við Maguire um að láta það af hendi til að létta pressunni á enska landsliðsmanninum sem hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu.

Samkvæmt fréttinni hafði Rangnick beðið Ronaldo um að leiðbeina yngri leikmönnum liðsins en Maguire finnst Portúgalinn vera að grafa undan áhrifum sínum í búningsklefanum og óttast um að missa fyrirliðabandið til frambúðar.

Maguire segir þetta af og frá. „Ég hef séð mikið af fréttum um þetta félag sem eru ósannar og þetta er ein af þeim. Ætla ekki að svara öllu sem er skrifað en ég verð að láta í mér heyra hérna,“ sagði Maguire.

„Við erum samstilltir og einbeittir fyrir leikinn á sunnudag. Njótið dagsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl