fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Conte varpar sprengju inn í hóp Tottenham – Hópurinn slakari en þegar hann tók við

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. febrúar 2022 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte stjóri Tottenham virðist verulega óhress í starfi og hafa litla trú á því sem er í gangi hjá Tottenham.

Conte tók við síðasta haust og þegar janúar glugginn opnaði vonaðist hann eftir því að liðið yrði styrkt. Hann telur hópinn núna slakari en þegar glugginn opnaði.

Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur kom til félagsins en Tanguy Ndombele, Bryan Gil, Dele Alli og Giovani Lo Celso fóru.

„Í stað þess að bæta hópinn þá erum við á blaði með slakari hóp,“ segir Conte núna.

„Kulusevski og Bentancur eru góðir fyrir Tottenham því Tottenham er að leita að ungum leikmönnum til að bæta. Tottenham er ekki að leita að tilbúnum leikmönnum.“

„Það er vandamál sem ég hef áttað mig á núna þegar ég átta mig á stefnunni sem félagið vill taka.“

Conte telur að Tottenham eigi mjög veika von á Meistaradeildarsæti. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð.

„Ég hef alltaf sagt það að ég tel að liðið mitt eigi eins prósents möguleika á að vinna deildarkeppni. Hér er það öðruvísi, ég tel möguleikann eitt prósent á Meistaradeildarsæti.“

„Deildin er mjög sterk og það er mikið pláss fyrir önnur lið en þau bestu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar
433Sport
Í gær

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Í gær

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag