Jean-Michel Aulas forseti Lyon í Frakklandi segir frá því að félagið ætli að gera allt til þess að fá Alexandre Lacazette framherja Arsenal í sumar.
Franski framherjinn verður samningslaus í sumar og er alls óvíst hvort Arsenal hafi áhuga á að framlengja við hann.
„Við munum gera allt til þess að fá Alexandre Lacazette í júní,“ sagði Aulas.
Lacazette er þrítugur en hann kom til Arsenal frá Lyon árið 2017 en fram kom að franska félagið hefði alltaf haldið góðu sambandi við kappann.
Lacazette er fyrsti kostur í framlínu Arsenal í dag en félagið leitar að framtíðar framherja og stefnir á að kaupa hann í sumar.
OL president Jean-Michel Aulas: “We’ll do our best to sign Alexandre Lacazette in June”, he said. 🇫🇷 #OL
Lacazette’s out of contract with Arsenal in June. “We’ve always remained in contact with him”, OL director Ponsot confirmed. #AFC pic.twitter.com/ypmoNJYo3C
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 2, 2022