fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Var fljótur að bregðast við þegar reynt var að stela af barninu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Crystal Palace tók á móti Liverpool í enska boltanum um helgina. Gestirnir byrjuðu fyrri hálfleikinn vel og braut Virgil van Dijk ísinn strax á 8 mínútu með frábærum skalla eftir hornspyrnu þar sem varnarmenn Palace hreinlega gleymdu að dekka Hollendinginn. Alex Oxlade-Chamberlain tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu eftir frábæra stoðsendingu frá Robertson. Þá vöknuðu heimamenn og áttu nokkur hættuleg færi þar til flautað var til hálfleiks.

Áfram hélt sókn Crystal Palace í seinni hálfleik og uppskáru þeir á 55. mínútu er Odsonne Edouard minnkaði muninn. Heimamenn héldu áfram að ógna fram á við en Liverpool fékk mjög umdeilda vítaspyrnu undir lok venjulegs leiktíma. Fabinho skoraði af örryggi úr spyrnunni. Lengra komust heimamenn ekki og 3-1 sigur Liverpool staðreynd.

Að leik loknum fór Jordan Henderson fyrirliði Liverpool að stuðningsmönnum félagsins og gaf ungum stuðningsmanni treyjuna.

Aðili vatt sér þá upp að barninu og reyndi að taka treyjuna af honum. Henderson sá það og var fljótur að skarast í leikinn og sá til þess að barnið hélt í treyjuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar
433Sport
Í gær

Ferguson tjáir sig um United og gengi liðsins – Hrósar sérstaklega einum leikmanni sem var keyptur í sumar

Ferguson tjáir sig um United og gengi liðsins – Hrósar sérstaklega einum leikmanni sem var keyptur í sumar