fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
433Sport

Borgaði fyrsta bjórinn fyrir áhorfendur – Er afar vinsæll

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 15:30

Duncan Ferguson (til hægri).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Duncan Ferguson, bráðabirgðastjóri Everton, borgaði fyrsta bjórinn fyrir áhorfendur fyrir leikinn gegn Aston Villa í dag.

Ferguson lét bari í kringum Goodison Park, heimavöll Everton, vita af því að hann myndi greiða fyrir fyrstu umferð af drykkjum.

Stjórinn er afar vinsæll á meðal stuðningsmanna Everton. Hann var aðstoðarmaður Rafa Benitez áður en sá var rekinn á dögunum. Hann tók því við til bráðabirgða.

Ferguson tók einnig við til bráðabirgða árið 2019 og stóð sig vel áður en Carlo Ancelotti tók við liðinu, með Ferguson sér til aðstoðar.

Því miður fyrir Ferguson og Everton tapaðist leikurinn í dag, 0-1. Emiliano Buendia skoraði sigurmark leiksins seint í fyrri hálfleik með skalla eftir hornspyrnu frá Lucas Digne. Sá síðarnefndi kom til Villa frá Everton á dögunum vegna ósættis við Rafa Benitez, þá stjóra Everton.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óheppilegt hjá Maguire – „Líkaði við“ færslu um ósætti Ronaldo

Óheppilegt hjá Maguire – „Líkaði við“ færslu um ósætti Ronaldo
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Harðorður Piers hjólar í allt og alla – „Ríkir, hrokafullir og heimskir“

Harðorður Piers hjólar í allt og alla – „Ríkir, hrokafullir og heimskir“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liðsfélagi Jóa Berg útskýrir af hverju hann þarf að fara – „Tel mig ekki of stóran“

Liðsfélagi Jóa Berg útskýrir af hverju hann þarf að fara – „Tel mig ekki of stóran“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Birtir mynd af áverkunum eftir brotið í Malmö sem umdeildi dómarinn sá ekkert að

Birtir mynd af áverkunum eftir brotið í Malmö sem umdeildi dómarinn sá ekkert að
433Sport
Í gær

,,Enn möguleiki að Ronaldo verði áfram hjá Manchester United“

,,Enn möguleiki að Ronaldo verði áfram hjá Manchester United“