fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

Borgaði fyrsta bjórinn fyrir áhorfendur – Er afar vinsæll

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 15:30

Duncan Ferguson (til hægri).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Duncan Ferguson, bráðabirgðastjóri Everton, borgaði fyrsta bjórinn fyrir áhorfendur fyrir leikinn gegn Aston Villa í dag.

Ferguson lét bari í kringum Goodison Park, heimavöll Everton, vita af því að hann myndi greiða fyrir fyrstu umferð af drykkjum.

Stjórinn er afar vinsæll á meðal stuðningsmanna Everton. Hann var aðstoðarmaður Rafa Benitez áður en sá var rekinn á dögunum. Hann tók því við til bráðabirgða.

Ferguson tók einnig við til bráðabirgða árið 2019 og stóð sig vel áður en Carlo Ancelotti tók við liðinu, með Ferguson sér til aðstoðar.

Því miður fyrir Ferguson og Everton tapaðist leikurinn í dag, 0-1. Emiliano Buendia skoraði sigurmark leiksins seint í fyrri hálfleik með skalla eftir hornspyrnu frá Lucas Digne. Sá síðarnefndi kom til Villa frá Everton á dögunum vegna ósættis við Rafa Benitez, þá stjóra Everton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp
433Sport
Í gær

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla
433Sport
Í gær

Jeppe til liðs við KA

Jeppe til liðs við KA
433Sport
Í gær

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann
433Sport
Í gær

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið