fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Arsenal bendir á aulaleg mistök sem leikmenn liðsins gera aftur og aftur – ,,Hann hefur brugðist liði sínu á ný“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 08:20

Thomas Partey / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ray Parlour, fyrrverandi leikmaður Arsenal, telur Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, eiga mikinn vanda á höndum með agaleysi leikmanna sinna sem séu alltof oft að fá á sig rauð spjöld.

Þessa skoðun lét Parlour í ljós í útvarpsþætti TalkSport í morgun en Arsenal tapaði í gær fyrir Liverpool í enska deildarbikarnum þar sem miðjumaðurinn Thomas Partey, var rekinn af velli með rautt spjald aðeins nokkrum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

,,Hann þarf að setjast niður með leikmönnum sínum og segja ‘þið eruð að gera alltof mikið af aulalegum mistökum’. Partey verður ekki með um helgina og þeir voru nú þegar þunnskipaðir á miðjunni,“ sagði Ray Parlour á Talksport.

Parlour var hluti af frekar grófu Arsenal liði á sínum tíma.

,,Við fengum alveg rauð spjöld, ég er ekki að segja að við gerðum það ekki en bara ekki jafn oft og leikmenn Arsenal núna virðast vera að fá rauð spjöld. En þetta voru virkilega aulaleg mistök í gærkvöldi og enn á ný hefur Thomas Partey brugðist liði sínu,“ sagði Ray Parlour, fyrrverandi leikmaður Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City ætlar að leggja mikla áherslu á það að fá Marc Guehi

City ætlar að leggja mikla áherslu á það að fá Marc Guehi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Í gær

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram