fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Arsenal bendir á aulaleg mistök sem leikmenn liðsins gera aftur og aftur – ,,Hann hefur brugðist liði sínu á ný“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 08:20

Thomas Partey / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ray Parlour, fyrrverandi leikmaður Arsenal, telur Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, eiga mikinn vanda á höndum með agaleysi leikmanna sinna sem séu alltof oft að fá á sig rauð spjöld.

Þessa skoðun lét Parlour í ljós í útvarpsþætti TalkSport í morgun en Arsenal tapaði í gær fyrir Liverpool í enska deildarbikarnum þar sem miðjumaðurinn Thomas Partey, var rekinn af velli með rautt spjald aðeins nokkrum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

,,Hann þarf að setjast niður með leikmönnum sínum og segja ‘þið eruð að gera alltof mikið af aulalegum mistökum’. Partey verður ekki með um helgina og þeir voru nú þegar þunnskipaðir á miðjunni,“ sagði Ray Parlour á Talksport.

Parlour var hluti af frekar grófu Arsenal liði á sínum tíma.

,,Við fengum alveg rauð spjöld, ég er ekki að segja að við gerðum það ekki en bara ekki jafn oft og leikmenn Arsenal núna virðast vera að fá rauð spjöld. En þetta voru virkilega aulaleg mistök í gærkvöldi og enn á ný hefur Thomas Partey brugðist liði sínu,“ sagði Ray Parlour, fyrrverandi leikmaður Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Í gær

Isak er búinn í aðgerð

Isak er búinn í aðgerð
433Sport
Í gær

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða