fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Fjölskyldan var hætt komin fyrr í vikunni – ,,Mikið áfall og skelfileg upplifun fyrir mig og börnin“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona Victors Lindelöfs, varnarmanns Manchester United og börn þeirra, voru skelfingu lostin er innbrotsþjófar birtust heima hjá þeim og gerðu sig líklega til þess að stela hlutum á meðan að Lindelöf var sjálfur í Brentford að spila með Manchester United.

Sagt er frá málinu í The Sun í dag en eiginkona Lindelöfs og tvö börn þeirra neyddust til þess að fela sig og læsa sig inni á sínu eigin heimili á meðan að þjófarnir létu greipar sópa á heimili þeirra.

Maja, eiginkona Lindelöfs, skrifaði um málið á samfélagsmiðli sínum.

,,Ég var ein heima með börnin en við náðum að fela og læsa okkur inn í herbergi áður en að þeir komust inn í húsið,“ skrifaði Maja um atvikið.

Hún segir að hún og börnin séu í áfalli eftir atvikið en fjölskyldan ákvað að best væri að taka sér smá frí í heimalandi sínu, Svíþjóð, til þess að jafna sig eftir atvikið.

,,Við erum í fínu ásigkomulagi miðað við aðstæður en þetta er auðvitað mikið áfall og skelfileg upplifun fyrir mig og börnin,“ skrifaði Maja, eiginkona Vicors Lindelöf, varnarmanns Manchester United.

Lindelöf spilaði allan leikinn fyrir Manchester United á móti Brentford þetta örlagaríka kvöld í leik sem vannst.

Manchester United hefur heitið því að gera allt það sem til þarf til þess að hjálpa fjölskyldunni en Lindelöf verður ekki í leikmannahópi Manchester United í næsta leik liðsins gegn West Ham.

Ralf Ragnick, bráðabirgðaknattspyrnustjóri Manchester United segist hafa rætt við leikmanninn.

,,Hann sagði mér að á þessari stundi þurfi hann að eyða tíma með fjölskyldu sinni. Hann vill ekki skilja eiginkonu sína og börnin ein eftir, ég skil það að sjálfsögðu verandi faðir sjálfur,“ sagði Ralf Ragnick.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool