fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Dembele ætlar ekki að láta Barcelona kúga sig – ,,Ég hef alltaf staðið mína plikt“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 10:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóknarmaðurinn Ousmane Dembele er á förum frá Barcelona. Mateu Alemany, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu segir að leikmaðurinn ætti að finna sér nýtt félag sem fyrst eftir að upp úr slitnaði í viðræðum hans við félagið.

Sjálfur segist Dembéle, sem rennur út á samningi hjá Barcelona í sumar, ekki ætla að láta félagið kúga sig.

Hann virðist kominn með nóg af stöðu sinni hjá Barcelona og gaf út yfirlýsingu á dögunum.

,,Í hartnært fjögur ár hafa slúðursögur um mig farið á flug og logið hefur verið upp á mig í þeim tilgangi að skaða mig,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Dembele.

Hann segist ekki ætla að láta kúga sig, hann sé 24 ára gamall og búi eins og aðrir einstaklingar yfir kostum og göllum. Hann hafi hins vegar verið að ganga í gegnum erfið meiðslatímabili en hafi aldrei kvartað undan stöðu sinni. ,,Ég hef alltaf staðið mína plikt vegna þess að knattspyrna er mín ástríða.“ 

Hann segir að þrátt fyrir allt vilji hann gera vel fyrir félag sitt en hann hefur verið sakaður um að hafa sýnt félaginu vanvirðingu með því að láta samning sinn líða áfram á þann stað sem hann er nú á.

Með sex mánuði eftir af samningi sínum má Dembele ræða við önnur félög utan Spánar. Ef ekki næsta að selja hann frá Barcelona í janúar, getur hann farið á frjálsri sölu í sumar.

Dembele gekk til liðs við Barcelona frá Dortmund í ágúst árið 2017 fyrir rúmar 140 milljónir evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“