fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Grátbiður Messi um að snúa aftur til Barcelona – ,,Það er ekki til betri staður fyrir hann“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 13:56

Lionel Messi grét á blaðamannafundi er hann kvaddi Barcelona. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dani Alves, leikmaður Barcelona og fyrrum liðsfélagi Lionel Messi hjá félaginu, grátbiður hann um að snúa aftur til Katalóníu og til Barcelona.

,,Messi er besti knattspyrnusmaður sögunnar og það er skrýtið að vera hérna í Barcelona og sjá hann ekki hér, að hafa hann ekki í leikmannahópi Barcelona,“ sagði Dani Alves sem sneri aftur til Barcelona á síðasta ári, í viðtali í útvarpsþættinum Tot Costa de Catalunya Radio.

Alves segist hafa rætt við Messi um mögulega endurkomu.

,,Ég hef sagt honum að það er ekki til betri staður fyrir hann en Barcelona. Hann sagði það nákvæmlega sama við mig þegar að ég fór frá Barca á sínum tíma. Það myndi vera frábært ef hann gæti endað feril sinn hér.“

Messi gekk til liðs við Paris Saint-Germain á frjálsri sölu fyrir yfirstandandi tímabil og skrifaði undir samning út tímabilið 2023. Honum hefur gengið erfiðlega að fóta sig í Frakklandi, hefur spilað 16 leiki fyrir félagið, skorað 6 mörk og gefið 5 stoðsendingar.

Stuðningsmenn Barcelona myndu taka fagnandi á móti Messi ef hann myndi snúa á ný til félagsins. Messi hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona, spilað 778 leiki fyrir félagið, skorað 672 mörk og gefið 301 stoðsendingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins