fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Grátbiður Messi um að snúa aftur til Barcelona – ,,Það er ekki til betri staður fyrir hann“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 13:56

Lionel Messi grét á blaðamannafundi er hann kvaddi Barcelona. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dani Alves, leikmaður Barcelona og fyrrum liðsfélagi Lionel Messi hjá félaginu, grátbiður hann um að snúa aftur til Katalóníu og til Barcelona.

,,Messi er besti knattspyrnusmaður sögunnar og það er skrýtið að vera hérna í Barcelona og sjá hann ekki hér, að hafa hann ekki í leikmannahópi Barcelona,“ sagði Dani Alves sem sneri aftur til Barcelona á síðasta ári, í viðtali í útvarpsþættinum Tot Costa de Catalunya Radio.

Alves segist hafa rætt við Messi um mögulega endurkomu.

,,Ég hef sagt honum að það er ekki til betri staður fyrir hann en Barcelona. Hann sagði það nákvæmlega sama við mig þegar að ég fór frá Barca á sínum tíma. Það myndi vera frábært ef hann gæti endað feril sinn hér.“

Messi gekk til liðs við Paris Saint-Germain á frjálsri sölu fyrir yfirstandandi tímabil og skrifaði undir samning út tímabilið 2023. Honum hefur gengið erfiðlega að fóta sig í Frakklandi, hefur spilað 16 leiki fyrir félagið, skorað 6 mörk og gefið 5 stoðsendingar.

Stuðningsmenn Barcelona myndu taka fagnandi á móti Messi ef hann myndi snúa á ný til félagsins. Messi hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona, spilað 778 leiki fyrir félagið, skorað 672 mörk og gefið 301 stoðsendingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt