Erfiðlega gekk hjá skipuleggjendum leiks Máritaníu gegn Gambíu í Afríkukeppninni að spila þjóðsöng Máritaníu.
Vitlaus þjóðsöngur var spilaður í tvígang áður en að leikmenn landsliðs Máritaníu voru beðnir um að syngja hann sjálfir án undirleiks.
Á myndskeiði sem hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, má sjá leikmenn Máritaníu gapandi hissa á aðstæðunum sem upp komu fyrir leik þeirra. Aboubakar Kamara, fyrirliði liðsins, hristi höfuð sitt af hneykslun.
Þetta er aðeins í annað skipti í sögunni sem Máritanía hefur tryggt sér sæti í Afríkukeppninni, opnunarleik þeirra í ár við Gambiu endaði með 1-0 sigri Gambíu.
Look at poor Aboubakar Kamara shaking his head as the wrong anthem is played for Mauritania ahead of their game with Gambia. What a shambles. pic.twitter.com/glO1mgBVkB
— Project Football (@ProjectFootball) January 12, 2022