fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Ronaldo opnar sig um vandamál United – Segist vita leiðina en vill ekki segja hana

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 08:32

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við getum breytt hlutunum,“ sagði Cristiano Ronaldo framherji Manchester United sem segist vita hvert vandamál Manchester United er en vill ekki tjá sig um það. Hann kveðst ekki hafa komið til United til að berjast um miðja deild.

Það hefur gengið mikið á hjá Manchester United frá komu Cristiano Ronaldo til félagsins. Sóknarmaðurinn knái byrjaði með látum en hann hefur ekki fundið sig undanfarið.

„Ég veit ekki hina fullkomnu leið úr vandamálinu því ég er leikmaður en ekki þjálfari. Ég veit reyndar leiðina en ég ræði hana ekki, það er ekki hluti af mínu starfi.“

Ronaldo segist ekki vilja vera hjá félagi sem er ekki að berjast um titla. „Manchester United á að vera á meðal efstu liða að berjast um eitthvað. Ég vil ekki vera hjá félagi sem er að berjast um sjötta eða sjöunda sæti. Ég er hér til að vinna, til að berjast um hluti. Við höfum ekki fundið okkar besta form.“

„Við getum bætt okkur mikið og ef við breytum hugarfarinu þá getum við náð langt.“

Ralf Rangnick tók við þjálfun liðsins á dögunum en liðinu hefur ekkert farið fram á þeim tíma. „Kerfið hans er gott en við verðum að hafa rétt hugarfar á vellinum,“ sagði Ronaldo.

„Það er löng leið fyrir okkur, þú verður að líta í eigin barm og gera betur. Við þurfum að slátra einhverjum hlutum til að byggja upp þá góðu.“

„Ég tel okkur geta endað með gott tímabil, við vitum að það tekur tíma með hugmyndir þjálfarans. Þetta tekur tíma en við verðum að vera atvinnumenn. Leggja meira á okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo bætti enn eitt metið í gær – Fertugur og heldur áfram að skora fyrir Portúgal

Ronaldo bætti enn eitt metið í gær – Fertugur og heldur áfram að skora fyrir Portúgal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Schmeichel hjólar í Manchester United – „Allt of margir sem sjá um að taka ákvarðanir“

Schmeichel hjólar í Manchester United – „Allt of margir sem sjá um að taka ákvarðanir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara