fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Oliver fer ekki heim á Skaga – Sagður ætla að hreiðra um sig í græna hluta Kópavogs

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 12:53

Oliver í leik með Íslandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Stefánsson leikmaður Norköpping er á leið Í Breiðablik en ekki ÍA eins og allt stefndi í. Þetta var fullyrt í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Oliver ólst upp hjá ÍA en var árið 2019 seldur til Norrköping þar sem hann hefur verið síðan. Oliver hefur verið virkilega óheppin með meiðsli í gegnum tíðina.

Þá hefur hann verið frá undanfarna mánuði eftir að blóðtappi fannst í öxl hans. Faðir hans er Stefán Þórðarson fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og móðir hans, Magnea Guðlaugsdóttir er fyrrverandi landsliðskona og núverandi þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍA.

Jóhannes Karl Guðjónsson sagði í samtali við 433.is í desember að Oliver væri á heimleið. „Það er mjög líklegt, hann er að koma til baka og byrja að æfa með okkur eftir áramót,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA í samtali við 433.is í desember.

Nú virðist sem þessi 19 ára gamli leikmaður fari í Kópavoginn og spili undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Hann kemur á láni frá Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Í gær

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Í gær

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun